Farveita

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Þjónustufyrirtæki sem selur fólki far með bíl í gegnum smáforrit (app) eða vefsíðu. Með appinu komast farþegar í beint samband við bílstjóra og geta borgað fyrir farið.

Dæmi um farveitur eru Uber og Lyft.

Uppruni

Orðið hefur verið þekkt í íslensku a.m.k. síðan 2017.

Dæmi um notkun

„Farveiturnar segja að markmið þeirra sé að greiða fyrir umferð. Það er enda rökrétt þar sem þær bjóða, ólíkt leigubílum, upp á að ókunnugir geti deilt bílum.“

Davíð Þorláksson: Farveitur eru framtíðin

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni