Trampólínveður

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

Rok og rigning.

Dæmigerð íslensk haustlægð með tilheyrandi stormi.

Veður þar sem vindur og rok er svo mikið að trampólín fara að fjúka úr görðum. Fólk er þá hvatt til að huga að lausamunum úti í garði áður en veðrið skellur á.

Uppruni

Orðið kom líklega á sjónarsviðið 2015, í viðtali við Ólöfu Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Dæmi um notkun

„Ég held að að flest útköllin hafi verið vegna trampólína og þau voru sko bara uppi í trjám, á bílum, utan á ljósastaurum og útum allt og upp um allt. Þetta er alveg magnað, við getum farið að kalla þetta hið árlega trampólínveður. Það er alltaf verið að vara við þessu að fólk eigi að taka þetta niður eða festa þetta en þetta endar alltaf svona.“

(RÚV 9. september 2015: Trampólín upp um allt í nótt)

Trampólínveður fyrir utan Háskóla Íslands:

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni