Strútskýring
- Þegar notaðar eru afneitanir, vífilengur og útúrsnúningar til útskýringa á einhverju eða til að draga eitthvað í efa. Útskýrandinn reynir að stinga höfðinu í sandinn.
- Þegar einhver útskýrir eitthvað á niðrandi eða lítillækkandi hátt fyrir öðrum, en virðist vera með höfuðið fast uppi í afturendanum.
Uppruni
Orðið kom líklega fyrst fram á sjónarsviðið í mars 2017. Höfundur þess er þá Guðmundur Andri Thorsson.
Dæmi um notkun
Strútskýringar snúast um ólíkar aðferðir afneitunarsinna við að stinga höfðinu í sandinn.