Strútskýring

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

  1. Þegar notaðar eru afneitanir, vífilengur og útúrsnúningar til útskýringa á einhverju eða til að draga eitthvað í efa. Útskýrandinn reynir að stinga höfðinu í sandinn.
  2. Þegar einhver útskýrir eitthvað á niðrandi eða lítillækkandi hátt fyrir öðrum, en virðist vera með höfuðið fast uppi í afturendanum.

Uppruni

Orðið kom líklega fyrst fram á sjónarsviðið í mars 2017. Höfundur þess er þá Guðmundur Andri Thorsson.

Dæmi um notkun

Strútskýringar snúast um ólíkar aðferðir afneitunarsinna við að stinga höfðinu í sandinn.

(Guðmundur Andri Thorsson: Strútskýringar).

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.