Efsökun

Tilraun til að biðjast afsökunar, t.d. á hegðun eða framkomu.

Afsökunarbeiðni háð skilyrðum.

Afsakandinn áttar sig ekki hvers hann biðst afsökunar á, telur sig jafnvel ekki hafa gert neitt rangt, og úr því verður þá efsökun, t.d.: „Ég biðst afsökunar ef ég hef móðgað einhvern.“

Dæmi um notkun

„Það voru einhverjir sem gagnrýndu hana og sögðu að þetta hefði verið svona á mörkum þess að vera svokölluð „efsökun“, ekki afsökun, heldur efsökun, þ.e. ef ég hef misboðið einhverjum þá biðst ég afsökunar á því.“
(Alþingi: Róbert Marshall)

Uppruni

Höfundur orðsins er óþekktur. Orðið kom sennilega fyrst fram kringum 2014-2015, skv. leit á Google.

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Stjörnumerkt svæði krefjast útfyllingar.

Nafnið þitt

Netfangið þitt

=Leystu þetta stærðfræðidæmi áður en þú sendir ábendinguna þína.