Sóttvarnahliðarspor
Brot, eða hugsanlegt brot á sóttvarnareglum.
Til dæmis þegar farið er í of fjölmennar samkomur, fjölmennari en samkomutakmarkanir segja til um. Eða þegar andlitsgrímur eru ekki notaðar þó að grímuskylda segi til um annað.
Uppruni
Orðið var fyrst notað um jólin 2020 eftir að upp komst að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði verið í of fjölmennu samkvæmi, sem lögreglan stöðvaði á Þorláksmessu.
Dæmi um notkun
„Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra skaða traustið á milli flokkanna sem skipa ríkisstjórn Íslands og gera samstarfið erfiðara.“
Bjarni Benediktsson steig sóttvarnahliðarspor 23. desember 2020.
Mynd fengin af vef Alþingis.