Grímuskylda

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Tilmæli eða reglur sem gera fólki skylt að vera með andlitsgrímu fyrir munni og nefi til að draga úr útbreiðslu smitsjúkdóma. Grímuskylda er einkum í gildi í almenningsrýmum, þar sem ekki er hægt að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli manna.

Uppruni

Kom líklega fram haustið 2020, þegar Covid-19 veiran var að breiðast út.

Fyrsta dæmi um orðið á prenti er í Fréttablaðinu 12. september 2020.

Dæmi um notkun

„Grímuskylda var sett á hér mjög snemma í vor og eru reglurnar þannig að búðir eða veitingastaðir eru skylduð til að framfylgja henni.“

(Fréttablaðið, 12. september 2020)

Grímuskylda

Hér er grímuskylda!

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni