Óróapúls

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Mikill fjöldi lítilla jarðskjálfta sem verða með örstuttu millibili.

Uppruni

Orðið mun fyrst hafa birst á prenti á litlum og óáberandi stað í tímariti Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja í desember 2014, skv. vefnum timarit.is.

Það var svo á allra vörum í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi í febrúar og mars 2021.

Dæmi um notkun

„Óróa­púls hófst kl. 14:20 og mæl­ist á flest­um jarðskjálfta­mæl­um og er staðsett­ur suður af Keili við Litla-Hrút.“

(Mbl.is, 3. mars 2021: Óróapúls merki um eldgos í vændum).

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni