Naglabjakk
Efni sem fólk setur á neglur til að venja sig af því að naga þær.
Uppruni
Líklega fyrst notað opinberlega 16. nóvember 2018 en var til í nokkur ár á undan:
Dóttir mín var dugleg að bæta íslenskuna þegar hún var lítil. Til dæmis: Heyru í stað heyrnartóla og mitt uppáhald, naglabjakk fyrir draslið sem þú berð á neglurnar til að hætta að naga þær. Síðan missti hún það, fór að horfa á Friends #pabbatwitter #daguríslenskrartungu
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) 16 November 2018
Dæmi um notkun
Þú verður að hætta að naga neglurnar. Prófaðu að kaupa naglabjakk úti í apóteki.