Lundabúð

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Samheiti yfir minjagripabúðir fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi, einkum í miðbæ Reykjavíkur. Þær eiga það sameiginlegt að þar er hægt að kaupa fjöldaframleiddar lundadúkkur og þaðan er þetta orð komið.

Uppruni

Byrjað var að nota orðið einhverntíma á öðrum áratug 21. aldar.

Elsta prentaða dæmið er í Fréttatímanum 17. júlí 2015.

Dæmi um notkun

„Umræða um svokallaðar „lundabúðir“ í miðborg Reykjavíkur litast oft meira af fordómum og alhæfingum en þekkingu og raunveruleika.“

(– Eyjan.pressan.is).

Lundabúð

Inni í lundabúð í Reykjavík.

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.