Lasarus

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Sá eða sú sem er lasin(n).

Fyrst og fremst notað á samfélagsmiðlum þegar fólk er að segja frá veikindum sínum eða annarra, og þá sérstaklega barna sinna.

Uppruni

Kom fram á sjónarsviðið í þessari merkingu einhverntíma á árunum í kringum 2009-2010, með vaxandi vinsældum Facebook.

Birtist líklega fyrst á prenti í þessari merkingu í DV 22. janúar 2009.

Dæmi um notkun

Er með einn lítinn lasarus heima og mæti því ekki til vinnu í dag.

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni