Lasarus
Sá eða sú sem er lasin(n).
Sá eða sú sem er oft veik/-ur eða slappur/slöpp.
Jafnvel aumingi eða iðjuleysingi.
Mikið notað á samfélagsmiðlum þegar fólk er að segja frá veikindum sínum eða annarra, og þá sérstaklega barna sinna.
Uppruni
Við lauslega yfirferð á vefnum Tímarit.is finnast nokkur dæmi um orðið í þessari merkingu allt frá 1937. Frásagnir hafa líka borist af eldra fólki sem notaði orðið skömmu eftir miðja 20. öld.
Orðið varð svo vinsælt í þessari merkingu einhverntíma á árunum í kringum 2009-2010, með vaxandi vinsældum Facebook.
Birtist líklega fyrst á prenti í þessari merkingu í Lesbók Morgunblaðsins 1. ágúst 1937.
Dæmi um notkun
Er með einn lítinn lasarus heima og mæti því ekki til vinnu í dag.