Karlakvef

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

Slæmt kvef sem herjar eingöngu á karlmenn.

Þýðing á hugtökunum man-cold og man-flu.

Sjúklingar bera sig óvenju aumlega meðan á veikindum stendur, vilja helst liggja í rúminu og láta stjana við sig allan tímann.

Dæmi um notkun

„Margir hafa eflaust heyrt talað um svokallað „karla-kvef“ eða „manflu“ sem lýsir sér í því að karlar virðast oft eiga erfiðara með að kljást við hefðbundin veikindi á borð við flensu, samanborið við konur.“

( – Hvatinn.is: Kvenhormón veitir vörn gegn veirusýkingum)

Slæmt tilfelli af karlakvefi:

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.