Kóviskubit

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

(Stundum skrifað Coviskubit).

Óþarfa samviskubit eða áhyggjur yfir því að lifa ekki nógu samfélagsmiðlavænu lífi á meðan samkomubann stendur yfir.

Til dæmis yfir því að verja ekki nógu miklum tíma með börnum og fjölskyldu, eða yfir því að standa ekki í nógu miklum stórræðum eða framkvæmdum á heimilinu.

Uppruni

Kom fyrst fram í apríl 2020, í Covid-19-faraldrinum.

Vísir, 10. apríl 2020: Coviskubit.

Dæmi um notkun

Hún Lilja frænka kemst ekki í gegnum daginn án þess að baka a.m.k. tvær smákökusortir í samkomubanninu og taka myndir af þeim til að setja á Facebook. Kóviskubitið er alveg að fara með hana.

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni