Kóviskubit

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

(Stundum skrifað Coviskubit).

Óþarfa samviskubit eða áhyggjur yfir því að lifa ekki nógu samfélagsmiðlavænu lífi á meðan samkomubann stendur yfir.

Til dæmis yfir því að verja ekki nógu miklum tíma með börnum og fjölskyldu, eða yfir því að standa ekki í nógu miklum stórræðum eða framkvæmdum á heimilinu.

Uppruni

Kom fyrst fram í apríl 2020, í Covid-19-faraldrinum.

Vísir, 10. apríl 2020: Coviskubit.

Dæmi um notkun

Hún Lilja frænka kemst ekki í gegnum daginn án þess að baka a.m.k. tvær smákökusortir í samkomubanninu og taka myndir af þeim til að setja á Facebook. Kóviskubitið er alveg að fara með hana.

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.