Kófdrykkja

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Partý eða gleðskapur þar sem (áfengir) drykkir eru hafðir um hönd. Fer fram með aðstoð fjarfundarbúnaðar.

Gestir hittast þá hver fyrir framan sinn tölvuskjá, í stað þess að hittast öll á sama stað.

Uppruni

Kom til sögunnar í þessari merkingu árið 2020, eftir að fólk fór að hittast meira á fjarfundum í samkomubanni vegna Covid-19-faraldursins.

Dæmi um notkun

Það verður partý í kvöld. En vegna samkomubanns verður þetta kófdrykkja.

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni