Kærustufaggi

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Sá eða sú sem eignast kærustu eða kærasta og hverfur við það úr vinahópnum sínum í styttri eða lengri tíma.

Uppruni

Uppruni er óljós og höfundur er ekki þekktur.

Orðið hefur verið til síðan 2011, og jafnvel lengur, samkvæmt leitarniðurstöðum á Google.

Dæmi um notkun

„Allir þekkja einhvern kærustufagga: Það er einn í hverri fjölskyldu, vinahópi, vinnustað, saumaklúbbi og ef mér bregst ekki bogalistin þá er fjórði hver lesandi þessa pistils kærustufaggi.“

(Bleikt.is, 27. febrúar 2011: Kærustufaggi!)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni