Grænþvottur

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Það þegar fyrirtæki, stofnanir, stjórnvöld eða stjórnmálaflokkar nota auglýsingabrellur, jafnvel hálfsannleik, blekkingar og lygar til að segjast vera umhverfisvænni en þau eru í raun og veru.

Uppruni

Við leit á Google finnast dæmi frá 2011.

Elsta dæmið á timarit.is er úr Morgunblaðinu 18. ágúst 2003.

Dæmi um notkun

„Grænþvottur á sér stað þegar þeirri ímynd er haldið á lofti að eitthvað sé umhverfisvænna en það raunverulega er.“

(Landvernd: Hvað er grænþvottur? 4 ráð við grænþvotti frá Landvernd)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni