Fermetri
Lágvaxinn maður sem er alltaf í ræktinni og er því mjög massaður – þ.e. jafn breiður og hann er stór.
Uppruni
Hefur verið til í þessari merkingu a.m.k. frá 10. áratug tuttugustu aldar. Upphafsmaður þessarar merkingar er ekki þekktur.
Dæmi um notkun
Ég hitti hann í ræktinni í gær. Hann er bókstaflega fermetri að stærð.