Feikur
Samsetning á enska orðinu fake og íslenska orðinu veikur.
- Sá eða sú sem þykist vera veik(ur) en er það ekki.
- Ótraustur, óáreiðanlegur eða falskur einstaklingur, bæði í hugsun og hegðun.
Oft eru þessir einstaklingar kenndir við sjúklegar lygar, skortir oft viljaþrótt og þrautseigju í að takast á við daglegt líf. - Sá eða sú sem segir ósatt, skrökvar.
Uppruni
Hefur verið þekkt frá miðjum öðrum áratug 21. aldar og e.t.v. lengur.
Við leit á Google finnast dæmi um orðið allt frá 2015.
Dæmi um notkun
Bjarni hringdi sig inn veikan áðan. Ég held samt að hann sé bara feikur.