Farveita

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Þjónustufyrirtæki sem selur fólki far með bíl í gegnum smáforrit (app) eða vefsíðu. Með appinu komast farþegar í beint samband við bílstjóra og geta borgað fyrir farið.

Dæmi um farveitur eru Uber og Lyft.

Uppruni

Orðið hefur verið þekkt í íslensku a.m.k. síðan 2017.

Dæmi um notkun

„Farveiturnar segja að markmið þeirra sé að greiða fyrir umferð. Það er enda rökrétt þar sem þær bjóða, ólíkt leigubílum, upp á að ókunnugir geti deilt bílum.“

Davíð Þorláksson: Farveitur eru framtíðin

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.