Eldfjalladólgur

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Sá eða sú sem virðir ekki mörk á gosstöðvum, eða hættir jafnvel lífi sínu við að skoða eldgos. Fer til dæmis út fyrir göngustíga eða merktar gönguleiðir, gengur á nýrunnu hrauni, fer of nálægt eldgosinu eða of langt upp á gíginn.

Uppruni

Orðið kom fyrst fram 15. október 2021, í fréttum um eldgosið í Geldingadölum á Reykjanesi.

Dæmi um notkun

„Erfitt hefur reynst að stöðva svokallaða eldfjallaníðinga, eða eldfjalladólga, við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Dólgarnir eru þeir sem ganga alla leið í bókstaflegri merkingu, virða engar reglur eða merkta stíga og fara sjálfum sér og öðrum að voða.“

(RÚV 15. október 2021: Erfitt að eiga við eldfjalladólgana)

Eldfjalladólgur:

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.