Fávitavarpið

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

Bein útsending RÚV frá eldgosinu í Geldingadölum, sem hófst 19. mars 2021.

Uppruni

Útsendingin hlaut þetta nafn eftir að göngufólk sem fór til að skoða gosið fór að stilla sér upp fyrir framan vefmyndavélina með ýmiss konar kjána- og fíflagang.

Meðal annars var stofnaður Facebook-hópur til að mótmæla þessari hegðun, og er nafnið líklega upprunnið þaðan.

Dæmi um notkun

„Fávitavarpið í Geldingahrauni er vafalaust umdeildasti Facebook-hópur Íslands um þessar mundir. Þar er barist gegn því að fólk sé með fíflagang við vefmyndavél RÚV við gosið.“

(Mannlíf.is, 3. apríl 2021: Árni vælir yfir væli um myndavélina- Ekkert miðað við umferðina heim: „HÆTTIÐ þessu helvítis væli!“)

Fávitavarpið í Geldingahrauni:

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni