Djammviskubit

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

Samviskubit yfir eigin hegðun sem margir fá daginn eftir (of mikla) áfengisneyslu. Áhyggjur yfir því að hugsanlega hafi menn sagt eða gert eitthvað sem betur hefði mátt sleppa.

Uppruni

Orðið hefur verið þekkt a.m.k. frá fyrstu árum 21. aldarinnar.

Elsta prentaða dæmið á Timarit.is er í DV 7. júní 2005.

Dæmi um notkun

„Djammviskubitið nagaði forfeður okkar greinilega líka.“

(– Lemúrinn: Djammviskubit um aldamótin 1900)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni