Bjálkablinda
Það að taka eftir göllum í fari samferðamanna sinna og gagnrýna þá sífellt, en gera ekkert í sínum eigin göllum og taka ekki eftir þeim.
Sótt í orðatiltækið að „sjá flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin auga“.
Uppruni
Orðið heyrðist fyrst í júní 2021.
Dæmi um notkun
Hún Sigga er með svo svakalega bjálkablindu. Hún er alltaf að gagnrýna og tala illa um fólk á samfélagsmiðlum. Svo gerir hún sér ekki grein fyrir því hvað hún er sjálf leiðinleg.