Snúbúi
Sá eða sú sem býr erlendis í lengri eða skemmri tíma en flytur svo aftur til heimalandsins.
Uppruni
Birtist fyrst á prenti í Fréttablaðinu 25. febrúar 2007.
Dæmi um notkun
„Núna er ég búin að jafna mig ágætlega á þessu, enda tíu ár frá því ég varð snúbúi (Íslendingur sem snýr til baka).“
Margrét Hugrún Gústafsdóttir: Ættbálkurinn á eyjunni í norðurhafi