Kórónotatilfinning
Ónotatilfinning vegna Covid-19-veirunnar (kóróna-veirunnar) og ástands sem skapast vegna hennar.
Uppruni
Kom fram á sjónarsviðið í mars 2020 eftir að Covid-19-veiran varð að heimsfaraldri.
Dæmi um notkun
Æ, nennirðu að slökkva á fréttunum! Ég fæ svo hræðilega kórónotatilfinningu við að horfa á þær.