Lundabúð
Samheiti yfir minjagripabúðir fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi, einkum í miðbæ Reykjavíkur. Þær eiga það sameiginlegt að þar er hægt að kaupa fjöldaframleiddar lundadúkkur og þaðan er þetta orð komið.
Uppruni
Byrjað var að nota orðið einhverntíma á öðrum áratug 21. aldar.
Elsta prentaða dæmið er í Fréttatímanum 17. júlí 2015.
Dæmi um notkun
„Umræða um svokallaðar „lundabúðir“ í miðborg Reykjavíkur litast oft meira af fordómum og alhæfingum en þekkingu og raunveruleika.“
(– Eyjan.pressan.is).
Inni í lundabúð í Reykjavík.