Feikur

  • Lýsingarorð

Samsetning á enska orðinu fake og íslenska orðinu veikur.

  1. Sá eða sú sem þykist vera veik(ur) en er það ekki.
  2. Ótraustur, óáreiðanlegur eða falskur einstaklingur, bæði í hugsun og hegðun.
    Oft eru þessir einstaklingar kenndir við sjúklegar lygar, skortir oft viljaþrótt og þrautseigju í að takast á við daglegt líf.
  3. Sá eða sú sem segir ósatt, skrökvar.

Uppruni

Hefur verið þekkt frá miðjum öðrum áratug 21. aldar og e.t.v. lengur.

Við leit á Google finnast dæmi um orðið allt frá 2015.

Dæmi um notkun

Bjarni hringdi sig inn veikan áðan. Ég held samt að hann sé bara feikur.

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni