Staka
- Smáskífa, þ.e. hljómplata sem inniheldur þrjú lög eða færri.
- Stakt lag sem hljómsveit eða tónlistarmaður gefur út til spilunar í útvarpi eða á tónlistarveitum, yfirleitt í þeim tilgangi að kynna væntanlega plötu.
Uppruni
Fyrst notað í þessari merkingu á Twitter 16. nóvember 2018:
Nýyrðapæling: Út með orðið „singúll“, inn með orðið „staka“. #daguríslenskrartungu
— Einar Lövdahl (@EinarLovdahl) November 16, 2018
Dæmi um notkun
Hljómsveitin var að gefa frá sér þessa stöku, sem verður á væntanlegri breiðskífu sveitarinnar.