Lag sem tónlistarmenn eða hljómsveitir gefa út til að fylga eftir vinsældum fyrra lags (einsmellungs). Það nær hins vegar aldrei viðlíka vinsældum. Oft falla viðkomandi tónlistarmenn eða hljómsveitir í gleymsku skömmu eftir útgáfu smellaeltisins.
Uppruni
Dæmi finnast um orðið allt frá 2015. Það virðist fyrst og fremst hafa verið notað á Rás tvö, skv. leit á Google. Höfundur er ekki kunnur.
Dæmi um notkun
„Færri þekkjar orðið „smellaeltir“ en það orð notum við yfir lögin sem komu á eftir stóra smellinum, lögin sem reyndu en náði ekki alla leið“.
(ruv.is)