Smáhrifavaldur
Áhrifavaldur sem hefur ekki nægilega marga fylgjendur á samfélagsmiðli samkvæmt viðmiðum auglýsingastofu en hefur samt marktæk áhrif á fylgjendur sína.
Íslensk þýðing á enska hugtakinu micro influencer.
Uppruni
Birtist fyrst á Twitter 20. apríl 2018, upphafsmaður þess er Örn Úlfar Sævarsson.
Var svo notað á vef RÚV 17. janúar 2019. Höfundur fréttarinnar er Nína Richter.
Þetta er góð byrjun. Þú ert orðin smáhrifavaldur.
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) April 20, 2018
Dæmi um notkun
„Þá hefur komið upp nýtt hugtak í tengslum við þær skilgreiningar, þegar áhrifavaldur nær ekki þeirri lágmarks-fylgjendatölu sem auglýsingastofur setja, en hefur þó marktæk áhrif, og þá sé mögulega hægt að kalla viðkomandi „smáhrifavald“ (e. micro-influencer).“