Smáhrifavaldur

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Áhrifavaldur sem hefur ekki nægilega marga fylgjendur á samfélagsmiðli samkvæmt viðmiðum auglýsingastofu en hefur samt marktæk áhrif á fylgjendur sína.

Íslensk þýðing á enska hugtakinu micro influencer.

Uppruni

Birtist fyrst á Twitter 20. apríl 2018, upphafsmaður þess er Örn Úlfar Sævarsson.

Var svo notað á vef RÚV 17. janúar 2019. Höfundur fréttarinnar er Nína Richter.

Dæmi um notkun

„Þá hefur komið upp nýtt hugtak í tengslum við þær skilgreiningar, þegar áhrifavaldur nær ekki þeirri lágmarks-fylgjendatölu sem auglýsingastofur setja, en hefur þó marktæk áhrif, og þá sé mögulega hægt að kalla viðkomandi „smáhrifavald“ (e. micro-influencer).“

(Rúv.is: Meint svikamylla Instagram-áhrifavalds)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni