About Orðabókin

This author has not yet filled in any details.
So far Orðabókin has created 230 blog entries.

Fjartý

Partý eða gleðskapur sem haldið er með aðstoð fjarfundarbúnaðar.

Fjartý2020-06-04T16:13:55+00:00

Fordæmalaus

Einhver (eða eitthvað) sem á sér ekki hliðstæðu, er áður óþekkt eða hefur aldrei gerst áður.

Fordæmalaus2020-06-04T11:32:29+00:00

Kófið

Tímabilið frá byrjun mars fram í miðjan maí 2020, þ.e. tímabilið þar sem Covid-19-faraldurinn (kórónaveirufaraldurinn) stóð sem hæst á Íslandi.

Kófið2020-06-04T10:53:59+00:00

Rafskúta

Rafmagnshlaupahjól. Hlaupahjól sem er knúið áfram af rafmagnsmótor. Orðhlutinn -skúta er hljóðlíking af enska orðinu scooter.

Rafskúta2020-05-24T03:07:41+00:00

Viðtalsbil

Bil eða fjarlægð milli fólks meðan það talar saman. Samskiptafjarlægð

Viðtalsbil2020-05-16T13:05:36+00:00

Smitskömm

Skömm eða skömmustutilfinning yfir því að vera smitaður/smituð af covid-19-veirunni.

Smitskömm2020-04-13T15:02:55+00:00

Kórónotatilfinning

Ónotatilfinning vegna Covid-19-veirunnar (kóróna-veirunnar) og ástands sem skapast vegna hennar.

Kórónotatilfinning2020-04-13T15:05:21+00:00

Faðmflótti

Ástand sem skapast á tímum samkomubanns, þegar viðhalda þarf ákveðinni samskiptafjarlægð. Felst í því að fólk getur ekki faðmast eins og venjulega.

Faðmflótti2020-04-12T15:24:17+00:00
Go to Top