About Orðabókin

This author has not yet filled in any details.
So far Orðabókin has created 180 blog entries.

Pappakassi

Aumingi. Sá eða sú sem stendur sig illa í einhverju. Orðið er einkum notað í þessari merkingu af íþróttamönnum og í íþróttaumfjöllun.

Pappakassi2019-06-17T00:05:15+00:00

Dagskrárvald

Vald sem tiltekið fólk, stofnanir, fyrirtæki eða hópar fólks (t.d. stjórnmálaflokkar, fjölmiðlar eða samfélagsmiðlar) hafa til að stýra umræðu, ákveða hvaða málefni eru í umræðunni meðal almennings og stjórna hvernig umræðan þróast.

Dagskrárvald2019-06-14T15:08:52+00:00

Gámagrams

Leit að ætum mat og öðrum nýtilegum verðmætum bak við matvöruverslanir.

Gámagrams2019-06-12T23:40:31+00:00

Kraftbirting

Glærusýning eða kynning sett fram með forritinu Powerpoint.

Kraftbirting2019-06-11T22:10:31+00:00

Smass

Smáskilaboð. SMS-skilaboð. Textaskilaboð í síma.

Smass2019-06-09T00:10:51+00:00

Gönna

Keyra hratt. Jafnvel yfir hámarkshraða. Einkum þekkt meðal íslenskra tístara, og þá í samhenginu gönna brautina.

Gönna2019-06-06T00:25:47+00:00