Um vefinn
Orðabókin.is er íslensk nýyrða- og slangurorðabók. Hún er opin öllum án endurgjalds. Hún verður í stöðugri endurnýjun, því notendum hennar gefst kostur á að senda inn tillögur, ábendingar og leiðréttingar.
Hér verður mest áhersla lögð á íslensk slangurorð, nýyrði og gömul orð sem hafa fengið nýja merkingu.
Vefurinn er ekki hugsaður sem alfræðirit. Ætlunin er að birta stuttar skýringar við hvert orð, dæmi um notkun orðsins, skýringarmyndir, myndbönd og hljóðdæmi eftir því sem við á.
Ef þú ert með hugmynd eða rekst á eitthvað sem betur mætti fara máttu senda skilaboð. Annað hvort með forminu neðst í hverri orðskýringu eða með því að senda inn nýtt orð.