Tvöþúsundogsjö
Vísun í tíðaranda ársins 2007 eða áranna fyrir hrun (6. október 2008).
Tíminn þegar útrásarvíkingar voru helstu hetjur Íslendinga, og bannað var að tala illa um þá. Þeir keyptu fyrirtæki og lifðu hátt án þess að eiga innistæður fyrir því.
Almenningur fór að fordæmi þeirra og keypti dýra hluti, t.d. sjónvarpstæki, jeppa o.fl. án þess að eiga fyrir þeim, heldur tók lán fyrir hlutunum.
Dæmi um notkun
– Heldurðu ekki að ég hafi verið að kaupa mér nýjan jeppa í gær!
– Nú, bara veldi á mínum? Tvöþúsundogsjö bara komið aftur?