Túrteppa
Tafir sem gangandi vegfarendur verða fyrir vegna túristahópa sem ganga hægt eða standa kyrrir og svo gott sem loka gönguleiðinni.
Uppruni
Kom fyrst fram opinberlega á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2018. Höfundur þess er Salka Sól Eyfeld:
Orð sem ég fann upp sem mér hefur alltaf þótt fyndið en hefur fengið misjafnar undirtektir: Túrteppa. Þegar þú ert á hraðferð upp Laugarveginn en lendir fyrir aftan hóp af túristum #daguríslenskrartungu
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) November 16, 2018
Dæmi um notkun
Afsakið hvað ég er seinn. Ég lenti í svo svakalegri túrteppu hérna á leiðinni upp Laugaveginn.