Þroskaþjófur
Foreldri sem á erfitt með að sleppa barni sínu út í lífið, ofdekrar barnið eða gerir of mikið fyrir það, vinnur jafnvel verkefni fyrir barnið sem það getur vel leyst sjálft.
Getur líka átt við í samskiptum fullorðinna. Þroskaþjófur getur t.d. verið reyndur starfsmaður á vinnustað sem hleypir nýliðum ekki að eða tekur að sér að vinna alla „erfiðu“ hlutina. Þannig hindrar hann þroska nýliðans í starfi.
Uppruni
Hefur verið notað a.m.k. síðan 2011, skv. leit á Google. Höfundur orðsins er ókunnur.
Dæmi um notkun
Stundum verðum við að sleppa börnunum okkar, leyfa þeim að reka sig á og vera ekki þroskaþjófar þegar þau eru að takast á við lífið.