Svikavor

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

Tímabil sem kemur oft á Íslandi í febrúar, mars eða apríl, með hlýju og mildu veðri.

Veðrið veitir mönnum bjartsýni og von um að það sé farið að vora og veturinn sé búinn. En nokkrum dögum síðar byrjar vetrarveðrið aftur.

Uppruni

Elsta (og eina) dæmið í safni Árnastofnunar er frá 1973. Birtist í ljóðabókinni Athvarf í himingeimnum eftir Jóhann Hjálmarsson. En orðið er líklega eldra.

Hefur nokkrum sinnum síðan birst á prenti skv. Tímarit.is. Fyrst í Þjóðviljanum 30. mars 1980.

Dæmi um notkun

„Það er komið, já það er ábyggilega komið, þetta árlega svikavor, sem narrar túlípanana uppúr freranum og litlu duglegu Lóuna hingað heim.“

(Þjóðviljinn, 30. mars 1980)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni