Steypiboð

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

Veisla sem vinkonur halda til heiðurs verðandi móður í vinkvennahópnum, oft án vitneskju móðurinnar fyrr en hún mætir í veisluna. Móðurinni eru færðar gjafir sem nýtast barninu þegar það fæðist.

Uppruni

Íslensk þýðing á enska hugtakinu baby shower.

Hefur verið þekkt í íslensku a.m.k. frá árinu 2013.

Birtist fyrst á prenti í þessari merkingu svo vitað sé í Fréttablaðinu 21. febrúar 2013.

Dæmi um notkun

Svokölluð baby shower, eða steypiboð á góðri íslensku, hafa verið að færast í aukana hérlendis á undanförnum árum.

(Fréttablaðið: Bleyjukökur vinsælar í steypiboðum)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni