Sóttkvíði
- Ótti eða kvíði yfir því að smitast af sjúkdómi, s.s. Covid-veirunni.
- Kvíði yfir ástandi sem skapast vegna Covid-19-veirunnar.
Uppruni
Orðið var fyrst notað í mars 2020, um það leyti sem Covid-19-veiran varð að heimsfaraldri. Upphafsmaður þess gæti verið rapparinn 7berg, sem notaði það í færslu á Facebook 1. mars.
Dæmi um notkun
Hann Jói frændi er með svo mikinn sóttkvíða. Hann er búinn að vera lokaður inni í þrjár vikur.
Þú getur ekki skrifað sóttkvíði án þess að skrifa sóttkví.
— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) March 4, 2020
Með sóttkvíða
— melur gibbönd (@pabbifraendi) March 4, 2020