Samskiptafjarlægð
Fjarlægð sem mælst er til þess að sé á milli fólks þegar það talar saman eða hefur samskipti sín á milli meðan reynt er að hefta útbreiðslu covid-19 veirunnar.
Íslensk hliðstæða við hugtakið Social distancing.
Uppruni
Orðið kom fyrst fram í mars 2020 eftir að Covid-19-veiran varð að heimsfaraldri. Upphafsmaður þess er sagður Jóhann Heiðar Jóhannsson, formaður Orðanefndar Læknafélags Íslands.
Dæmi um notkun
Landlæknir mælist til þess að allir landsmenn fylgi reglum um samskiptafjarlægð.