Samlokukynslóðin
Kynslóð fólks á hverjum tíma sem þarf bæði að sinna ungum börnum (eða börnum á unglingsaldri) og öldruðum foreldrum sínum.
Uppruni
Birtist fyrst á prenti, samkvæmt Tímaritavefnum, í Skólavörðunni í janúar 2001.
Dæmi um notkun
„Gífurlegt álag getur myndast í þessum aðstæðum. Enda sýna rannsóknir að fólk sem telst til samlokukynslóðarinnar missir að jafnaði um hálftíma af góðum svefni á nóttunni. Því streitan verður svo viðvarandi.“