Samgöngubann
Nafnorð | Hvorugkyn
Bann við samgöngum á milli staða. Oft beitt til að hefta útbreiðslu á smitsjúkdómum.
Uppruni
Hefur verið þekkt í íslensku a.m.k. síðan 1890.
Birtist fyrst á prenti í Ísafold 24. maí 1890. (Í umfjöllun um viðbrögð við útbreiðslu á inflúensu).
Mikið notað í daglegri umræðu um Covid-19-veiruna vorið 2020. Og þá oft í mismælum, þegar átt er við samkomubann.
Dæmi um notkun
„Þorgrímur Þórðarson reyndi að stemma stigu við henni [inflúensunni 1900] með samgöngubanni, en það mistókst.“

Samgöngubann og sóttkví. Líklega frægustu mismæli þegar átt er við samkomubann.
Forsíða fylgirits Fréttablaðsins 24. mars 2020.
Skyld orð
Vantar eitthvað?
Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?
Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.
Stjörnumerkt svæði krefjast útfyllingar.