Samgöngubann

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

Bann við samgöngum á milli staða. Oft beitt til að hefta útbreiðslu á smitsjúkdómum.

Uppruni

Orðið hefur verið þekkt í íslensku a.m.k. síðan 1890.

Birtist fyrst á prenti í Ísafold 24. maí 1890. (Í umfjöllun um viðbrögð við útbreiðslu á inflúensu).

Mikið notað í daglegri umræðu um Covid-19-veiruna frá og með vorinu 2020. Og þá oft í mismælum, þegar átt er við samkomubann.

Dæmi um notkun

„Þorgrímur Þórðarson reyndi að stemma stigu við henni [inflúensunni 1900] með samgöngubanni, en það mistókst.“

(Læknablaðið, október 2018)

Samgöngubann

Sóttkví og samgöngubann. Líklega frægustu mismæli þegar átt er við samkomubann.

Forsíða fylgirits Fréttablaðsins 24. mars 2020.

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni