Rauðvínspóstur

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Tölvupóstur eða skilaboð sem fólk skrifar og sendir eftir að hafa fengið sér eitt eða fleiri rauðvínsglös eða annað áfengi.

Oft er lítið sem ekkert vit í skilaboðunum.

Fólk getur jafnvel fengið djammviskubit daginn eftir að hafa sent rauðvínsskilaboð.

Uppruni

Orðið kom fram í viðtali við Margréti Helgu Ólafsdóttur í þættinum Dagmálum á mbl.is 16. júlí 2024.

Dæmi um notkun

„Þú getur bara ímyndað þér öll rauðvínsskilaboðin sem við sátum á mánudagsmorgnum og vorum að svara“

(mbl.is – Mikið magn af rauðvínspóstum eftir helgar)

Margrét Helga Ólafsdóttir talar um rauðvínsskilaboð:

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni