Rafskúta

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

  1. Rafmagnshlaupahjól.
    Hlaupahjól sem er knúið áfram af rafmagnsmótor.
    Orðhlutinn -skúta er hljóðlíking af enska orðinu scooter.
  2. Bátur með rafmagnsmótor.

Uppruni

Orðið var fyrst notað vorið eða sumarið 2019 þegar rafmagnshlaupahjól fóru að verða vinsæl á Íslandi.

Elsta prentaða dæmi um orðið er úr auglýsingu í Fréttablaðinu 25. mars 2019.

Dæmi um notkun

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af aukinni notkun rafskúta bæði meðal barna og fullorðinna.“

(ruv.is, 22. maí 2020: Óttast að umferð rafskúta verði eins og villta vestrið)

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni