Rafskúta

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Rafmagnshlaupahjól.

Hlaupahjól sem er knúið áfram af rafmagnsmótor.

Orðhlutinn -skúta er hljóðlíking af enska orðinu scooter.

Uppruni

Orðið var fyrst notað vorið eða sumarið 2019 þegar rafmagnshlaupahjól fóru að verða vinsæl á Íslandi.

Elsta prentaða dæmi um orðið er úr auglýsingu í Fréttablaðinu 25. mars 2019.

Dæmi um notkun

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af aukinni notkun rafskúta bæði meðal barna og fullorðinna.“

(ruv.is, 22. maí 2020: Óttast að umferð rafskúta verði eins og villta vestrið)

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.