Plokka
Fara út að skokka og tína upp rusl í sömu ferð.
Uppruni
Komst líklega fyrst í fréttir á Íslandi 31. janúar 2018. (Þá sem orðið plogga). Varð síðan vinsælt og komst í fréttir seinnihluta marsmánaðar sama ár.
Upprunnið frá Svíþjóð; bein afleiðing af sænska orðinu plogga, sem er samsetning af orðunum plocka (= tína upp) og jogga (= skokka).
Dæmi um notkun
„Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur tekið upp þá nýstárlegu iðju að plokka (e. plogging), en orðið vísar til þeirra sem nýta hlaupatúra sína og skokk til þess að tína rusl.“