Ómskáli
Takmarkaður hópur fólks sem gerir ekkert nema taka undir og styrkja skoðanir meðlima hópsins sjálfs.
Umræðuvettvangur þar sem allir þátttakendur hafa sömu skoðanir, eru í meginatriðum sammála og engar utanaðkomandi skoðanir komast að.
Þýðing á enska orðinu echo-chamber.
Uppruni
Kom fyrst fram á sjónarsviðið í umræðum á Twitter 19. janúar 2016:
@gislimarteinn @andresjons Alls ekki sammála að skjallbandalag nái yfir þetta. Ómskáli?
— Magga Dora (@maggadora) January 19, 2016
Dæmi um notkun
Þetta dagblað er lítið annað en ómskáli þeirra sem vilja halda landinu lokuðu fyrir innflytjendum.