Nýslendingur
Nýbúi á Íslandi.
Sá eða sú sem er fædd-/ur í öðru landi en flytur til Íslands og fær jafnvel íslenskan ríkisborgararétt.
Uppruni
Birtist fyrst á prenti í Morgunblaðinu 3. apríl 2005, samkvæmt Tímaritavefnum.
Dæmi um notkun
„Þar sem þessi nýi Íslendingur eða Nýslendingur er þekktur fyrir að vera á varðbergi gagnvart persónunjósnum, lét forvitna flugan þessa stuttu eftirför duga og brá sér aftur inn í bókabúð M&M.“
(Flugufýla, Fischer og fágæt blíða, Tímarit Morgunblaðsins 3. apríl 2005)