Loddaralíðan
Ástand sem fólk upplifir þegar því finnst það ekki vera jafn klárt eða gáfað og það er og óttast að það komist upp um það sem loddara eða svikara, sem eru að ljúga til um hæfileika sína.
Íslensk þýðing á hugtakinu Imposter syndrome.
Uppruni
Elstu dæmi sem finnast um orðið á Google og á timarit.is eru frá 2018.
Höfundur þess er Berglind Ósk Bergsdóttir.
Dæmi um notkun
„Loddaralíðan er ástand sem mörg okkar þekkja hugsanlega án þess að gera okkur grein fyrir því að yfir það sé til heiti, og að mörgum ef ekki flestum í kringum okkur hefur liðið eins.“
(Vísir.is, 2. nóvember 2021: „Nú kemst upp um mig að ég veit ekkert hvað ég er að gera“)