Kúla
Ein milljón króna.
Uppruni
Orðið kom líklega fyrst fram í Morgunblaðinu 27. júní 1997, sem hluti af orðinu kúlulán: „Lánið var til 10 ára, svokallað kúlulán og var lánsupphæðin 32 milljónir Bandaríkjadala.“
Komst svo í nokkuð almenna notkun á árunum í kringum hrun, eða 2006-2008.
Sjá líka: Vísindavefurinn: Af hverju segja menn kúlur í merkingunni milljónir?
Dæmi um notkun
– Heldurðu ekki að ég hafi verið að kaupa mér nýjan jeppa í gær!
– Nú? Og hvað borgaðirðu fyrir hann?
– Ég lét taka gamla uppí og borgaði 17 kúlur á milli.