Kærustufaggi
Sá eða sú sem eignast kærustu eða kærasta og hverfur við það úr vinahópnum sínum í styttri eða lengri tíma.
Uppruni
Uppruni er óljós og höfundur er ekki þekktur.
Orðið hefur verið til síðan 2011, og jafnvel lengur, samkvæmt leitarniðurstöðum á Google.
Dæmi um notkun
„Allir þekkja einhvern kærustufagga: Það er einn í hverri fjölskyldu, vinahópi, vinnustað, saumaklúbbi og ef mér bregst ekki bogalistin þá er fjórði hver lesandi þessa pistils kærustufaggi.“