Hraðtíska

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Fatatíska sem gengur út á það að fjöldaframleiða eins mikið af fötum á eins stuttum tíma og hægt er.

Fötin eru framleidd úr ódýru efni, af láglaunafólki. Fólk sem kaupir fötin notar þau svo yfirleitt sjaldan eða aldrei, jafnvel bara einu sinni. Þau enda svo í ruslinu eða landfyllingum eftir að búið er að nota þau.

Hraðtíska er því slæm fyrir umhverfið og náttúruna.

Uppruni

Orðið kom fyrst fram í Morgunblaðinu 26. mars 2017.

Dæmi um notkun

„Hraðtíska felur í sér snarpa framleiðslu á fötum til að halda verði niðri. Afleiðingarnar eru alvarlegar fyrir umhverfið en einnig félagslega stöðu þeirra sem vinna í iðnaðinum, oftast langa daga fyrir lítið kaup.“

(RÚV 19. apríl 2022: ESB ætlar að binda enda á hraðtísku)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni